Spilaðu leik til að auka skylning þinn á fjármálum og í leiðinni safnaðu stigum
Fjárinn er um að ræða viðmótið sem ætti að vera frekar kunnuglegt. Þessi leikur var svipaður og „Tinder“ en þar gat fólk „swipe-að“ til vinstri og hægri. Vinstri ef það hélt að staðhæfingin væri röng en til hægri ef þú hélst að hún væri rétt. Þessar staðhæfingar voru um fjármál og var vel tekið í leikinn.
HeimsækjaÍ Hvað kosta ég? er aðal markmiðið að opna augu notandans á því hvað hann/hún er raunverulega að eyða í á mánuði. Þar eru tekin saman útgjöld seinustu þriggja mánaða en í það fyllir notandinn sjálfur. Þar getur hann valið hvaða flokka hann eyddi í og slegið inn hversu mikið. Því næst reiknast út hvað hann eyðir mest í og kemur með samanburð á hvað meðal Íslendingur eyðir í sama flokk á tilteknum tíma.
HeimsækjaHvað kostar mest? er einfaldur leikur sem biður notandann um að velja fimm flokka sem hann heldur að mesti peningurinn fari í hjá meðal Íslendingi. Því næst kemur upp glærupakki með staðreyndum um þá flokka sem voru valdir og hægt að lesa sig betur um þá. Þar kemur fram hversu mikið meðal Íslendingurinn eyðir í flokkinn á ári. Ef notandinn vill spila aftur er hægt að gera það og velja þá aðra flokka ef það var ekki allt rétt í byrjun.
HeimsækjaAð aðstoða krakka jafnt sem fullorðna og ákveða hvort það er hagstæðara að safna sér fyrir bíl eða taka bílalán. Vefsíðan sjálf býður upp á hjálp með að velja bíl. Þar getur notandinn valið flokka sem henta honum og síðan kemur upp með bíl sem uppfyllir skilyrðin. Notandinn getur þá ákveðið að halda áfram með þá bíla sem upp koma eða haldið áfram og sett inn sjálfur inn upplýsingar um drauma bílinn.
Heimsækja