Fjármál á mannamáli

Hver er tilgangurinn með þessari síðu? Afhverju þarf ég að auka skilning minn á fjármálum?

Fyrstu skrefin í fjármálum er fyrir alla, en sérstaklega ungt fólk á grunnskóla og framhaldsskólaaldri sem vill læra um verðmæti, peninga og eigin fjármál. Á þessum aldri byrja flestir að stunda bankaviðskipti, eignast debetkort og hefja eigin sparnað. Margir byrja að vinna í fyrsta sinn og þá er gott að kunna að lesa í launaseðilinn og þekkja réttindi sín. Því er gott að gera sér snemma grein fyrir því hvað hlutirnir kosta og hvernig hagkerfið virkar. Fyrstu skrefin í fjármálum er vefsíða sem styður við fjármálalæsi með ítarefni, reiknivélum og leikjum sem hægt er að nota til að efla fjármálalæsi eða svala forvitni þeirra sem vilja kynna sér málin sjálfir.