Einfaldur spurningaleikur sem er ætlaður til að opna augun fyrir notendum um hvað mest af peningnum fer í.
Leyfðu Aurbjörgu að aðstoða þig við þín fyrstu bílakaup
Fjöldinn allur af bílum er til, en að velja þann eina rétta er mikilvægt. Þú vilt reyna að finna bíl sem er hagstæður en einnig traustverður sem getur komið þér frá A til B alla daga. Þitt fyrsta verkefni er að fara inn á bilasolur.is eða aðra bílasölu vefi!
Þegar þú ert komin/nn/ð inn á bílasöluvefinn getur þú flokkað eftir því sem þú ert að leita að. Mikilvægasta til að hafa í huga er hvað hann kostar, hversu mikið hann er keyrður og hvaða árgerð hann er.
Þegar þú ert búin/nn/ð að finna bílinn sem þig langar í hafðu þá gluggan opinn fyrir næsta skref og ýttu á halda áfram takkann neðst! Ef þú vilt ekki finna þér bíl á bílasöluvef getum við líka gefið þér nokkur dæmi að bílum hér fyrir neðan ⤵️