Hvað er betra en góð orðabók?

Leitaðu af þeim hugtökum eða skilgreiningum í fjármálum á einum stað

A

Afföll

Afföll skuldabréfa eru mismunurinn á uppreiknuðum höfuðstól skuldabréfs (höfuðstóll með verðbótum og áföllnum vöxtum) og reiknuðu viðskiptaverði (markaðsverði) þess miðað við tiltekna eða umsamda ávöxtunarkröfu. Ef höfuðstóll með verðbótum og vöxtum er 120 og viðskiptaverð 100 þá eru afföll 20 krónur.

Afleiða

Samningur eða fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti fer eftir verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar því til þess að verðmæti samningsins er leitt af verðþróun annarra eigna. Algengustu tegundir afleiða eru framvirkir samningar, valréttarsamningar og skiptasamningar (til dæmis vaxtaskiptasamningar).

Afskriftir

Afskriftir eru hugtak sem er notað yfir rýrnun eða lækkun á verðmæti eigna vegna notkunar, aldurs eða slits. Bílar lækka í verði á hverju ári vegna notkunar og ekki síður vegna þess að þeir úreldast þegar ný módel og árgerðir koma á markað. Yfirleitt er reiknað með að bilar afskrifist að jafnaði um 15% á ári. Annað dæmi eru fasteignir sem lækka í verði vegna aldurs og slits en oftast er reiknað með að fasteignir lækki að jafnaði í verði um 1% á ári.

Almennt gengi gjaldmiðla

Almennt gengi gjaldmiðla er skráð kaup- og sölugengi í afgreiðslukerfum banka og hjá seljendum gjaldeyris. Almennt gengi uppfærist innan dags við verðbreytingar á gjaldeyrismarkaði. Almenna gengið er skráð sem viðmiðun og er notað sem grunnur fyrir önnur gengi, til dæmis seðlagengi og kortagengi.

Arður

Arður er greiðsla eða útborgun hagnaðar fyrirtækis til eigenda eftir að allur kostnaður hefur verið dreginn frá tekjum. Fyrirtæki getur aðeins greitt út arð til eigenda ef það hefur verið rekið með hagnaði á einhverju tímabili frá því það var stofnað. Arðgreiðslur á hverju ári geta ekki orðið hærri en hagnaður ársins eða uppsafnaður og óútgreiddur hagnaður síðustu ára.

Á

Áfallnir vextir

Áfallnir vextir eru reiknaðir en ógreiddir vextir af láni eða sparnaði frá síðasta vaxtadegi til viðmiðunardags eða uppgjörsdags. Síðasti vaxtadagur getur verið sá dagur sem sparnaður var lagður fyrir, síðasti dagur sem vöxtunum var bætt við höfuðstól, útgáfudagur láns eða dagsetning síðasta gjalddaga.

Árleg hlutfallstala kostnaðar - ÁHK

ÁHK er prósentutala þar sem vextir og lántökukostnaður er mældur á ársgrundvelli og sýnir þannig árlegan kostnað af láninu í einni prósentutölu. Neytendur geta borið saman þessa einu tölu og fundið út hvaða lánveitandi er með hagkvæmast lánstilboðið.

Ávöxtun

Ávöxtun er verðmætaaukning sparnaðar á ákveðnu tímabili. Nafnávöxtun er ávöxtun án tillits til verðþróunar en raunávöxtun er verðmætaaukning umfram verðlagsþróun.

B

Barnalífeyrir lífeyrissjóða

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi. Greiðsla barnalífeyris er háð því að annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft hafi búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin. Sjá nánar hér https://www.tr.is/fjolskyldur/barnalifeyrir

Beinir skattar

Beinir skattar eru skattar sem lagðir eru á greiðandann sem er sá hinn sami og ber skattbyrðina hvort sem um er að ræða mann eða lögaðila. Til beinna skatta teljast tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, útsvar, tryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald, búnaðargjald og jöfnunargjald alþjónustu. Beinir skattar eru einnig nefndir opinber gjöld eða þinggjöld.

Bifreiðagjald

Bifreiðagjald er skattur sem leggst á öll vélknúin ökutæki sem skráð eru hér á landi. Skráður eigandi ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins.

Binditími

Binditími kallast sá tími sem ekki er hægt að millifæra af bankareikningum og upphæð reikningsins situr því bundin inni á reikningnum. Þegar reikningur er óbundinn er hægt að millifæra af reikningnum hvenær sem er. Binditími og innvextir haldast í hendur, því lengri sem binditími er, því hærri eru innvextir reikningsins.

Bílalán

Bílalán er samningur milli kaupanda bifreiðar og fjármögnunaraðila með veði í bifreiðinni. Það eru 4 aðilar á markaði í dag sem bjóða upp á bílalán og vextir ákvarðast af tegund bíls og veðsetningarhlutfalli. Flestir lánveitendur bjóða betri kjör fyrir umhverfisvæna bíla.

Breytileg útgjöld

Breytileg útgjöld eru útgjöld sem ráðast af neyslu og eru breytileg á milli mánaða. Dæmi um breytileg útgjöld er til dæmis matarinnkaup, læknisheimsóknir, fatnaður, áhugamál og samgöngukostnaður.

Breytilegir vextir (e. Floating Interest Rate)

Breytilegir vextir eru vextir sem geta breyst á sparnaðarreikningi eða á lánstíma. Vextir breytast þegar tilkynnt er um vaxtabreytingu hjá fjármálafyrirtæki eða lífeyrissjóði. Vaxtabreytingar fylgja yfirleitt breytingu á meginvöxtum Seðlabanka Íslands.

Brunatrygging húseigna

Bruna­trygg­ing hús­eigna er lög­boð­in trygg­ing sem bæt­ir tjón á hús­eign af völd­um elds­voða. Þetta gild­ir um all­ar teg­und­ir hús­næð­is svo sem íbúð­ar­hús­næði, bíla­geymsl­ur, at­vinnu­hús­næði, úti­hús, sum­ar­hús eða hest­hús.

D

Dráttarvextir

Dráttarvextir eru vextir sem reiknaðir eru á gjaldfallna fjárkröfu. Gjaldfallin fjárkrafa er krafa sem hefur ekki verið greidd á réttum tíma. Dráttarvextir eru í eðli sínu samningsbundnar eða lögákveðnar skaðabætur og hefur þann tilgang að hvetja skuldara til þess að efna greiðsluskyldu sína sem fyrst.

E

Eigið fé

Eigið fé er skilgreint sem eign að frádregnum skuldum. Það er líka oft talað um eigið fé í fasteignaviðskiptum en þá er talað um að þú þurfir að eiga 20% eigið fé til að kaupa ákveðna fasteign. Ef fasteignin kostar 56 milljónir, þá þarft þú að eiga 11,2 milljónir í reiðufé til að kaupa fasteignina og getur fengið lán frá fjármálafyrirtæki fyrir því sem eftir stendur.

Eftirlaun

Eftirlaun samanstanda af ellilífeyri almannatrygginga, ellilífeyri lífeyrissjóða, viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum sparnaði. Greiðslur úr lífeyrissjóði geta skert greiðslur ellilífeyris almannatrygginga, því er mikilvægt að umsækjendur um ellilífeyri leiti ráðgjafar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Lífeyrisgreiðslur eru skattskyldar á sama hátt og launatekjur, því má einnig nýta ónýttan persónuafslátt maka. Skila þarf inn skattkorti með umsókn til að nýta persónuafslátt. (fengið af vef island.is)

Einkahlutafélag

Einkahlutafélag er rekstrarform starfsemis. Eigendur geta verið einn eða fleiri og einkahlutafélag fær sína eigin kennitölu. Greiða þarf 500.000 kr. inn til félagsins sem hlutafé við stofnun og ráða eigendur hvernig nýta skal hlutaféð í rekstrinum. Ábyrgð eigenda er takmörkuð við hlutafé.

Einkaneysla

Einkaneysla er skilgreind sem raunveruleg eða reiknuð útgjöld heimilanna vegna kaupa eða nota á varanlegum eða óvaranlegum vörum og þjónustu.

Einskiptiskostnaður

Einskiptiskostnaður er hugtak sem er notað þegar að kostnaður fellur til einu sinni.

Ellilífeyrir Lífeyrissjóða

Mánaðarleg greiðsla sem fólk á rétt á úr almannatryggingum eða lífeyrissjóði eftir ákveðinn aldur þegar það hættir að vinna. Lífeyrissjóðir greiða ellilífeyri til æviloka. Fjárhæð ræðst af þeim iðngjöldum sem sjóðsfélagi greiðir í sjóðinn á starfsævinni og af afkomu sjóðsins.

Endurfjármögnun

Endurfjármögnun er þegar eldra lán er borgað upp með nýju láni. Endurfjármögnun getur verið fyrir sömu fjárhæð eða hærri fjárhæð en sem nemur stöðu lánsins sem er verið að greiða upp. Margir endurfjármagna lánið sitt til að fá betri kjör, til að stytta lánstímann eða auka lántöku.

F

Fasteignagjöld

Fasteignagjöld skiptast í fjórar tegundir gjalda sem eru öll ákveðið hlutfall af fasteignamati hverrar eignar: 1. fasteignaskatt 2. lóðarleigu 3. sorphirðugjald 4. gjald vegna endurvinnslustöðva. Fasteignagjöld renna til sveitarfélaga sem ákveða álagningu þeirra og annast innheimtu. Greiðslum fasteignagjalda er dreift jafnt yfir ákveðna gjalddaga á árinu.

Fasteignalán

Fasteignalán er lán sem er tekið eru með veði í fasteign. Fasteignalán bera lægri vexti en skammtímalán og eru veitt til lengri tíma (allt að 40 ár). Hægt er að fá verðtryggð og óverðtryggð fasteignalán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum. Bankar og lífeyrissjóðir bjóða upp á húsnæðislán.

Fasteignatrygging

Fast­eigna­trygg­ing er sam­sett trygg­ing sem nær til al­geng­ustu tjóna sem verða á íbúðarhúsnæði. Hún er tek­in til við­bót­ar við Bruna­trygg­ingu hús­eigna sem öll­um hús­eig­end­um er skylt að kaupa. Fasteignatrygging er stundum kölluð húseigendatrygging og það getur verið gott að kanna hvort fasteigna- eða húseigendatrygging sé sameiginleg ef þú býrð í fjölbýli. Trygg­ingin nær til tjóna á því sem til­heyr­ir fast­eign­inni sjálfri svo sem á gól­f­efn­um, glugg­um og inn­rétt­ing­um. Í fast­eigna­trygg­ingu er eft­ir­far­andi innifal­ið: Þessi trygging færist ekki sjálfkrafa yfir á nýja eign við kaup og sölu.

Fastir vextir

Fastir vextir á húsnæðisláni geta verið tímabundnir eða fastir út lánstímann. Fastir vextir á óverðtryggðu láni eru í boði annaðhvort fastir til 3 eða 5 ára. Fastir vextir á verðtryggðum lánum eru ýmist í boði fastir til 3 eða 5 ára og sumir lánveitendur bjóða fasta vexti út lánstímann. Fastir vextir eru yfirleitt hærri en breytilegir vextir og með hærri greiðslubyrði.

Fjármagnstekjuskattur

Fjármagnstekjuskattur er skattur sem lagður er á eignatekjur einstaklinga utan atvinnurekstrar, þ.e. vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur.

Fjármálalæsi

Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið upplýstar, meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum til lengri og skemmri tíma.

Fjárræði

Fjárræði er réttur einstaklings til að ráða fjármálum sínum. Einstaklingur verður fjárráða við 18 ára aldur.

Framtíðarvirði

Framtíðarvirði segir til um hvert virði núverandi eignar verði á framtíðar dagsetningu miðað við fyrirframgefna ávöxtun.

Framvirkir/framtíðarsamningar

Framvirkir samningar eru ein tegund afleiða þar sem einn aðili hefur gert samning við annan um skylduna til þess að eiga viðskipti um einhverja tiltekna undirliggjandi eign á ákveðnum degi í framtíðinni við fyrirfram ákveðnu verði.

Föst útgjöld

Föst útgjöld eru þau útgjöld sem eru svipuð í hverjum mánuði fyrir sig og breytast ekki í takt við neyslu. Dæmi um föst útgjöld eru til dæmis húsaleiga.

G

Gengisvísitala

Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helsu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti íslensku krónunnar.

Gjalddagi

Gjalddagi er sú dagsetning sem reikningur eða skuld er stíluð á. Það er, að á þessari tilteknu dagsetningu er æskilegt að greiða reikning eða skuld.

Gjaldþrot

Gjaldþrot er þegar einstaklingur eða fyrirtæki lýsir sig vanhæfan til að greiða skuldir sínar með lögbundnum hætti.

Greiðslukort

Greiðslukort eru spjaldkort sem handhafi getur notað til að greiða fyrir vöru og þjónustu. Það er oftast tengt bankareikningi handhafans. Ef einstaklingur notar debetkort er fjárhæðin millifærð beint af bankareikningi handhafans. Ef einstaklingur notar kreditkort þá stofnast skuld hjá honum við kortafyrirtækið sem greiðir til seljanda en innheimtir síðan greiðsluna frá einstaklingnum í næsta mánuði.

Greiðslumat

Greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu umsækjanda miðað við eignir, skuldir, tekjur og gjöld sem meðal annars byggjast á opinberum neysluviðmiðum. Ef umsækjandi er í hjúskap eða sambúð með sameiginlegan fjárhag skulu báðir aðilar fara í greiðslumat. Greiðslumat er venjulega framkvæmt af lánastofnunum og skulu umsækjendum leggja fram upplýsingar um efnahag og tekjur. Lánveitandi skal meta greiðslugetu með greiðslumati þegar sótt er um lán sem er 2 milljónir króna eða eða hærra fyrir einstakling en 4 milljónir hjá hjónum.

H

Hagvöxtur

Hagvöxtur er vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs. Hann er mældur í hundraðshlutum. Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er talað um neikvæðan hagvöxt.

Hefðbundin sparnaður

Hefðbundinn sparnaður er sá peningur sem eftir stendur þegar búið er að greiða skuldir og gjöld, og er lagður til hliðar til framtíðarnotkunar.

Heimilisbókhald

Heimilsbókhald felur í sér að skrá niður tekjur og útgjöld með það að markmiði að fá yfirsýn yfir það hvernig launum er ráðstafað.

Hlutabréf

Hlutabréf eru ávísanir á ákveðinn eignarhlut í tilteknu fyrirtæki. Þegar fólk kaupir hlutabréf eignast það þannig hluta í fyrirtækjum og getur stundað viðskipti með þá. Kaup og sala á hlutabréfum fer fram í gegnum verðbréfamiðlara, kauphallir, banka og sparisjóði.

Hlutdeildarlán

Hlutdeildarlán eru sérstök lán til að hjálpa einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekjumörkum að kaupa sér fasteign. Kaupandi leggur til 5% kaupverðs í útborgun og tekur hefðbundið fasteignalán fyrir 60% - 75% kaupverðs. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir kaupandanum hlutdeildarlán fyrir 20% - 30% kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni en lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma.

Hrein eign

Hrein eign er mismunurinn á heildar skuldum og heildar eignum.

Húsnæðislán

Húsnæðislán eru lán sem eru veitt eru gegn veði í fasteign og eru yfirleitt til lengri tíma (allt að 40 ár). Fjárhæð húsnæðisláns eru miðuð við kaupverð eignar eða fasteignamat, brunabótamat, lóðamat og greiðslugetu lántakanda. Við mat á greiðslugetu lántaka þá er framkvæmt greiðslumat hjá lánastofnun og er mat á því hvort þú standist greiðslur á húsnæðisláninu miðað við tekjur, núverandi gjöld og neysluviðmið. Hægt er að fá verðtryggð eða óverðtryggð húsnæðislán, með breytilegum eða föstum vöxtum, með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum. Hægt er að fá húsnæðislán hjá bönkum, lífeyrissjóðum og HMS.

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum. Tryggingin bætir meðal annars tjón sem verða á fasteign vegna vatnsleka frá lögnum, skemmdir sem verða vegna innbrota eða innbrotstilrauna, ef rúður brotna og ef skemmdir verða vegna óveðurs. Þá tekur tryggingin einnig á því ef tjón verður á innréttingum.

Húsnæðissparnaður

Sparnaður sem ætlaður er til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn bjóða upp á sérstaka sparnaðarreikninga sem ætlaðir eru til sparnaðar fyrir íbúðareign og eru ætlaðir fólki á aldrinum 15-34 ára.

Höfuðstóll

Höfuðstóllinn er sú upphæð sem á eftir að borga af láninu. Þegar lán er tekið er lánsupphæðin sjálf höfuðstóll lánsins. Með tímanum er svo greitt af þessari upphæð og þannig lækkar höfuðstóllinn eða eftirstöðvar lánsins. Vextir eru ákveðið hlutfall, eða prósenta, af höfuðstólnum. Því meira sem borgað er niður af höfuðstólnum, því lægri verður vaxtaupphæðin. https://attavitinn.is/fjarmal/hofudstoll/

I

Iðgjald

Þeir sem starfa á íslenskum vinnumarkaði ávinna sér rétt til ævilangs lífeyris með því að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð. Einnig myndast réttur til örorkulífeyris, barnalífeyris og makalífeyris. Yfirleitt er þessi réttur í samtryggingarlífeyrissjóði, en í sumum tilvikum er um blandaðan sjóð að ræða sem er að hluta séreignarsjóður.

Innbústrygging

Inn­bús­trygg­ing bæt­ir tjón af völd­um bruna, vatns og inn­brots. Hún hent­ar ef inn­bú­ið sem á að tryggja er ekki á heim­ili þínu held­ur t.d. í geymslu utan heim­il­is. Fyr­ir þá sem vilja tryggja inn­bú á heim­ili sínu þá eru innbústryggingar yfirleitt hluti af svokölluðum fjölskyldutryggingu sem eru þá með víðtækari vernd.

Innlánsvextir

Innlánsvextir eru þeir vextir sem bankar greiða fólki fyrir að geyma peninga inn á bankareikningi.

Í

Ítrekunarbréf

Ítrekunarbréf er bréf sem lánveitandi sendir lántaka ef hann greiðir ekki af láni á gjalddaga.

J

Jafnar afborganir

Í lánum með jafnar afborganir af höfuðstóli fara vaxtagreiðslur lækkandi eftir því sem á lánið líður. Því eru greiðslur af þeim lánum hærri til að byrja með en minnka á síðari hluta lánstímans.

Jafnar greiðslur

Lán með jöfnum greiðslum eða svokölluðum annuitetslánum er stillt þannig upp að allar greiðslur eru jafnar út lánstímann.

K

Kaupgengi

Kaupgengi er gengi sem aðili á markaði er tilbúinn að greiða fyrir gjaldmiðil eða verðbréf.

Kaupmáttur launa

Kaupmáttur launa er mælikvarði sem sýnir hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun á ákveðnu tímabili. Kaupmáttur launa er notaður til þess að mæla mun á lífsgæðum þá hvort einstaklingar hafi kost á því að kaupa meira eða minna af veraldlegum gæðum (vörum og þjónustu) en í fyrri mánuði.

Kaskótrygging

Kaskótrygging er valfrjáls trygging sem bætir skemmdir á eigin bifreið ef eigandi eða ökumaður á sjálfur sök á óhappinu eða ef ökutækið verður fyrir skemmdum. Kaskótrygging er mismunandi eftir tryggingafélögum, mikilvægt er að kynna sér trygginguna hjá hverju og einu félagi.

Kortagengi gjaldmiðla

Kortagengi gjaldmiðla er það gengi sem kortafyrirtæki eru tilbúin að kaupa eða selja gjaldeyri á. Til dæmis þegar þú notar greiðslukort erlendis þá er greiðslan reiknuð út skv. kortagengi þess aðila sem þú ert í viðskiptum við.

Kreditkort

Kreditkort er rafrænt greiðslukort sem hægt er að nota til að greiða fyrir þjónustu og vörur. Eigandi korts getur ráðstafað heimild kortsins á kortatímabilinu sem kortafyrirtækið innheimtir í lok kortatímabils.

Kröfuhafi

Kröfuhafi er eigandi kröfu sem hefur lögvarða heimild til þess samkvæmt kröfunni að krefjast þess af skuldaranum að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert.

L

Langtímalán

Langtímalán eru ætluð til að fjármagna fjárfestingar sem eðlilegt er að fjármagna á löngum tíma en nauðsynlegt er að nota eða eignast strax. Lánstími langtímalána er misjafn og getur verið allt að 40 ár. Lántakar þurfa oftast að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu láns, t.d. fasteign sem tryggingu fyrir greiðslu húsnæðisláns. Langtímalán eru oft háar fjárhæðir sem lántaki getur ekki endurgreitt nema á löngum tíma.

Langtímasparnaður

Langtímasparnaður er sparnaður sem er hugsaður til lengri tíma, til dæmis til fimm ára eða lengur. Markmiðið er að safna sér fyrir eignum sem kosta mikið og langan tíma tekur að safna fyrir.

Launaseðill

Launaseðill inniheldur sundurliðun á launaútreikningi. Launaseðill er einnig kvittun launamanns fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds. Samkvæmt lögum ber launagreiðandi ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda sem hann dregur frá launamanni.

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð

Lágmarksiðgjald er það iðgjald sem kveðið er á um í lögum að allir vinnandi einstaklingar skuli greiða í lífeyrissjóð á aldrinum 16 til 70 ára. Launþegi greiðir 4% lágmarksiðgjald og launagreiðendur greiða að lágmarki 11,5 % mótframlag. Iðgjaldið er reiknað af heildarlaunum fyrir skatt og er árið 2023 að lágmarki 15,5%.

Lánshæfismat

Lánshæfismat er mat á líkum þess að umsækjandi efni lánssamning sinn. Matið byggir á fjárhagslegum upplýsingum, meðal annars í greiðslusögu viðkomandi. Lánveitanda er skylt að meta lánshæfi neytenda og útbúa lánshæfismat áður en lánssamningur er gerður.

Lánssamningur

Samningur, í flestum tilvikum skuldabréf, milli tveggja aðila þar sem lánveitandi lánar tiltekna fjárhæð gegn því að lántaki lofi að endurgreiða fjárhæðina ásamt vöxtum í samræmi við skilmála sem eru tilgreindir í skuldabréfinu/láninu.

Lántaki

Lántaki er einstaklingur eða lögaðili sem fær fé að láni frá lánveitanda og lofar að endurgreiða lánið samkvæmt skilmálum lánssamnings.

Lántökugjöld

Lántökugjöld eru gjöld sem lánveitendur taka fyrir veitingu lána.

Lánveitandi

Lánveitandi er sá einstaklingur eða lögaðili sem lánar fé til lántaka samkvæmt skilmálum lánssamnings.

Lífeyrissjóður

Lífeyrissjóðum er ætlað að vera samtrygging fyrir launafólk í landinu. Öllum launamönnum og þeim sem stunda sjálfstæðan rekstur ber skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 ára til 70 ára. Með því að greiða í lífeyrissjóð er verið að tryggja ellilífeyri eftir að fólk lýkur störfum og til æviloka. Einnig tryggja lífeyrissjóðsgreiðslur fólki örorku og endurhæfingalífeyri ef það missir starfsorkuna vegna slysa eða veikinda. Þá greiðir lífeyrissjóður mökum og börnum lífeyri ef launamaður fellur frá.

Lífeyrissparnaður

Samheiti yfir sparnað sem er lagður fyrir sérstaklega til að safna fyrir eftirlaunum.

N

Nafnverð

Nafnvextir (Nominal interest) http://fjarmalaskolinn.skolavefurinn.is/node/70 Nafnvextir eru vextir sem reiknast á höfuðstól sem útgefandi skuldbindur sig til að greiða án tillits til verðlagsþróunar. Við ákvörðun nafnvaxta er litið til raunvaxta og áætlaðrar verðbólgu. Nafnvextir eru vaxtaprósentan á láninu eða sparnaðinum þínum eins og getið er um í samningi við þann sem lánar þér peningana. Ef þú tekur eins árs lán upp á 100.000 kr. á 10% vöxtum þá borgar þú 110.000 kr. til baka, þ.e.a.s. 10.000 kr. Í vexti sem er gjald fyrir að hafa fengið peningana að láni. Nafnvextirnir eru þá 10%. Það sama á við ef þú lánar einhverjum peninga, leggur t.d. 100.000 kr. í sparnað í eitt ár á 10% vöxtum. Þá færð þú 110.000 kr. til baka að ári. Þá ert þú að lána bankanum peningana og vextirnir eru gjaldið sem hann borgar fyrir að hafa fengið þá að láni frá þér. Það kostar því 10.000 kr. AÐ FÁ 100.000 kr. að láni ef vextirnir eru 10%.

Nafnvirði skuldabréfs

Nafnvirði skuldabréfs er fjárhæð sem skráð er á hvert einstakt skuldabréf og segir til um hve mikið útgefandinn skuldbindur sig til að endurgreiða eigandanum þegar kemur að lokum lánstímans. Nafnvirði skuldabréfs er stundum kallað höfuðstóll skuldarinnar en ofan á það bætast svo yfirleitt vextir og verðbætur.

Nafnvirði hlutafjár

Nafnvirði hlutafjár er samanlögð upphæð útgefinna hlutabréfa í hlutafélagi. Nafnvirði hlutabréfs er sú fjárhæð sem er skráð á hvert einstakt útgefið hluta-bréf. Til að fá markaðsverðmæti hlutabréfs er nafnverðið margfaldað með gengi hlutabréfsins.

Núvirði

Útreikningur á því hvers virði peningagreiðslur sem fást í framtíðinni eru í dag miðað við ákveðna ávöxtunarkröfu.

R

Raunvextir

Vextir yfir verðbólgu, þ.e. þeir eru jafnir nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu. Raunvextir eru þá vextir af óverðtryggðum sparnaðarreikningi eða skuldabréfi að frádreginni verðbólgu. Nafnvextir af verðtryggðu skuldabréfi eru sömu og raunvextir. Dæmi: Nafnvextir óverðtryggðs skuldabréfs eru 8%, verðbólgan er 3%, raun- vextir eru þá 4,85% (1,08/1,03=1.0485).

Raunávöxtun

Raunávöxtun er ávöxtun yfir verðbólgu, þ.e. ávöxtun umfram hækkun viðmiðunarvísitölu. Algengast er að miða við lánskjaravísitölu þegar raunávöxtun er reiknuð. Dæmi: Ávöxtun er 7%, verðbólga er 2%, raunávöxtun er þá 4,9% (1,07/1,02 =1.049).

S

Skammtímalán

Skammtímalán eru lán til skamms tíma og eru ætluð til að fjármagna alls konar neyslu, t.d. kaup á bílum, húsmunum, eða öðrum vörum og þjónustu. Lánstími er yfirleitt frá nokkrum dögum upp í 5-7 ár. Þessi lán hafa yfirleitt nokkuð háa vexti og eru án trygginga.

Skuldir

Skuldir eru í margvíslegu formi en stærstu flokkarnir eru fasteignalán, bílalán, neyslulán og námslán. Yfirleitt er skuld samkomulag milli tveggja aðila um lán á fjárhæð.

Smálán

Heitið smálán er yfirleitt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð og lánstíma þótt þeir kunni að vera lágir í krónum talið.

Sparireikningar

Sparireikningur er reikningur sem þú notar fyrir sparnað en hann ber hærri vexti en veltureikningur (debetkortareikningur). Sparnaðarreikningar geta verið óverðtryggðir og verðtryggðir, bundnir eða óbundnir. Bundnir reikningar geta verið bundnir allt frá 1 mánuði og upp í nokkur ár, yfirleitt bera reikningar hærri vexti eftir því sem binditími er lengri.

Sparnaðarmarkmið

Sparnaðarmarkmið er markmið sem þú setur fyrir ákveðið tímabil í sparnaði. Ef þú ert til dæmis með það markmið að fara til útlanda eftir eitt ár þá er best að eiga fyrir ferðinni svo ekki komi til viðbótarkostnaður vegna fjármögnunar á ferðinni. Fyrst áætlar þú heildarupphæðina sem þú þarft og vilt eiga þegar kemur að ferðinni, reiknivél Aurbjargar hjálpar þér að finna út hversu mikinn pening þú þarft að leggja fyrir til að ná markmiðinu.

Staðgreiðsla opinberra gjalda/ skattur

Skatturinn er reiknaður í prósentum og skiptist í þrjú þrep. Skattinum er ætlað að mæta þeim sameiginlega kostnaði sem allir íbúar landsins þurfa að standa straum af, s.s. heilbrigðis-, mennta- og gatnakerfi. Einstaklingar byrja að greiða skatt eins og fullorðnir þegar þeir eru orðnir 16 ára.

Stýrivextir

Stýrivextir eru settir af Seðlabanka Íslands til að reyna að hafa áhrif á þá vexti sem bankar og fjármálastofnanir setja. Einnig geta stýrivextir haft talsverð áhrif á gengi gjaldmiðils. Þegar stýrivextir eru hækkaðir er verið að reyna að hægja á efnahagslífinu, berjast gegn verðbólgu og hækka gengi gjaldmiðils. Þegar þeir eru lækkaðir er verið að reyna að minnka virði gjaldmiðils og örva efnahagslíf.

Sölugengi

Verð sem aðili á markaði er tilbúinn að selja verðbréf eða gjaldmiðil.

Ú

Útlánsvextir

Útlánsvextir eru þeir vextir sem fólk greiðir bönkunum fyrir lán, s.s. yfirdrátt eða húsnæðislán.

V

Verðbréfasjóður

Verðbréfasjóður er safn af skuldabréfum, hlutabréfum eða öðrum auðseljanlegum verðbréfum. Með því að ávaxta peninga í verðbréfasjóði er hægt að dreifa áhættu án þess að kaupa margar tegundir verðbréfa.

Verðbólga

Það sem við köllum verðbólgu í daglegu tali er þróun á vísitölu neysluverðs. Vísitalan mælir í hverjum mánuði verðbreytingar á ákveðnum vörum og þjónustu. Til einföldunar má kalla hana „vörukörfu“, en í henni eru áætluð ársútgjöld meðalheimilis til kaupa á vöru og þjónustu. Hagstofan gerir verðkannanir sem ákvarða verðbólguna. Verðbólgan hefur áhrif á „kaupmátt“ þinn. Ef eitthvað kostar 100 krónur og verðbólgan hækkar um 5% á ári þá þarft þú 5% hærri upphæð, eða 105 krónur til að kaupa sömu vöru að ári liðnu. http://fjarmalaskolinn.skolavefurinn.is/node/70

Viðbótarbrunatrygging

Viðbótabrunatrygging er viðbót við brunatryggingu sem þú getur keypt ef brunabótamat fasteignar þinnar endurspeglar ekki kostnað við endurbyggingu fasteignarinnar.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Launamenn og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein besta leiðin til sparnaðar. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign og er mikilvæg viðbót við almennan skyldulífeyrissparnað. Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum. Hægt að taka út við 60 ára aldur og hægt að taka inneignina út í einu lagi eða á lengri tíma að eigin vali. Við andlát sjóðfélaga er innistæðunni, að viðbættum verðbótum og vöxtum, skipt á milli lögerfingja hans og hún greidd út samkvæmt ákveðnum reglum. Tekjuskattur er greiddur þegar inneignin er tekin út. Sparnaðinn er hægt að nýta til að auðvelda kaup á fyrstu íbúð og einnig er í gildi tímabundin heimild til að greiða viðbótasparnaðinn skattfrjálst inn á húsnæðislán.

Verðtryggð lán

Verðtryggð lán eru tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og bera lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán og eru með hægari eignamyndun. Verðtrygging er í raun viðbótarvextir, jafn háir og verðbólga, sem bætast við höfuðstólinn hverju sinni. Hinir greiddu vextir eru svo reiknaðir af uppfærðum höfuðstóli.